9. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, föstudaginn 28. júní 2013 kl. 08:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:01
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:01
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:19
Edward H. Huijbens (EdH), kl. 08:01
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:06
Róbert Marshall (RM), kl. 08:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:07
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:01

RM sat fundinn fyrir GStein og EdH sem varaþingmaður SJS.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 20. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 08:00
Á fund nefndarinnr mættu þau Hafdís Ólafsdóttir og Björn Rúnar Guðmundsson frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti og Harpa Jónsdóttir og Sigríður Logadóttir frá Seðlabanka Íslands og fóru yfir málið að nýju með nefndinni til frekar upplýsingar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni Dróma hf. Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Gísli Örn Kjartansson, Björk Sigurgísladóttir og Valdimar Gunnar Hjartarson frá Fjármálaeftirlitinu auk fulltrúa frá Dróma og ræddu málefni Dróma hf.

3) Önnur mál Kl. 10:30
Ekki var fleira rætt á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:30